Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum -15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip -
netfyrirlestur með Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun miðvikudaginn 29. apríl kl. 17.30

Fyrirhugað var að Ingrid héldi fyrir okkur fyrirlesturinn "Listin að breyta hverju sem er" hér á Sléttuveginum á miðvikudaginn. Vegna samkomubannsins er nauðsynlegt að breyta fyrirkomulaginu og hafa fundinn á netinu í staðinn. Að auki bauð Ingrid okkur upp á nýjan fyrirlestur sem á einkar vel við á þessum tímum. Hlekkur til að fylgjast með fyrirlestrinum er hér neðst í fréttinni.

 

Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum

-15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip-

 

Eftir að samkomubannið var sett á hafa verið töluverðar takmarkanir á félagslegum samskiptum. Þessar ráðstafanir eru auðvitað nauðsynlegar og góðar til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, en ekki eins góð fyrir andlega heilsu okkar. Við erum félagsverur og skortur á nánum félagslegum samskiptum getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Auk þess upplifum við mikla óvissutíma, sem getur leitt til þess að við finnum fyrir óöryggi og kvíða. Samkvæmt nýlegu Þjóðarpúlsi Gallup finnur um fjórðungur landsmanna fyrir kvíða vegna COVID-19 og 70% landsmanna hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum veirunnar. Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem erum að upplifa í dag. Þegar áhyggjurnar verða hins vegar óraunhæfar eða viðvarandi geta þær valdið vanlíðan og haft neikvæð áhrif á daglegt líf.  Hvernig getum við tryggt að við höldum andlegri heilsu á þessum óvissutímum?

 

Í þessum fyrirlestri er farið yfir 15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip en markmiðið með þeim er að stuðla að jákvæðum tilfinningum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum. Fyrirlesarinn, Ingrid Kuhlman, er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

 

Smellið hér til að fylgjast með fyrirlestrinum á Zoom:


https://us02web.zoom.us/j/83996855066?pwd=UGNxYzhnODFsN2lpZ0NYRVV1V0pxdz09

Fundur númer (Meeting ID): 839 9685 5066
Lykilorð (Password): 023397