MS-greindum á höfuðborgarsvæðinu býðst einstaklingsmiðuð sértæk líkamleg þjálfun hjá Styrk, sjúkraþjálfun, í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS. 

Í boði eru hóptímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir einstaklinga með MS. Tímarnir miða að því að efla styrk, jafnvægi, færni og andlega vellíðan. Þjálfunin fer fram í tveimur hópum eftir getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó ávallt einstaklingsmiðuð. Tímarnir þykja mikil áskorun og eru einstaklega fjölbreyttir og skemmtilegir.

Tímar:
Hópur 1: mánudagar kl.13.30 – 1.:30, miðvikudagar og föstudagar kl. 13.00 – 14.00
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl.14.30 – 15.30.

Leiðbeinendur: Belinda Cherery og Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfarar.

Verð:  Greitt í hvert skipti samkvæmt gjaldskrá sjúkratrygginga

Skráning hjá Styrk í síma 587 7750.