Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Edda Björgvinsdóttir, leikkona, hélt fyrirlestur fyrir MS-fólk 27. apríl sl. sem bar yfirskriftina „Húmor og gleði í lífinu – dauðans alvara“. Góð mæting var og skemmtileg stemming þar sem mikið var hlegið. Hér má finna hljóðupptöku af fyrirlestrinum.
1. hluti
2. hluti
3. hluti
Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur reglulega að er: „Er gaman í dag, er gaman í leik og starfi, er gaman í lífinu?“
Það er alveg ljóst að það eru meiri áhyggjur hjá fólki í dag heldur en var fyrir hrun. En hvað getum við gert til að hressa okkur við? Við getum ekki breytt þjóðfélagsástandinu en við getum breytt eigin hugarfari og afstöðu. Við eigum að segja sjálfum okkur að vera jákvæð, taka jákvæðar ákvarðanir og þakka fyrir hvern dag. En auðvitað gengur misjafnlega fyrir okkur að vera jákvæð. Stundum tekst það en stundum koma upp áhyggjur. Þrátt fyrir að áhyggjum sé pakkað saman og þær sendar til endurvinnslu þá hefur það ekki dugað til að láta áhyggjurnar hverfa. En hvað er til ráða? Út á það gekk fyrirlestur Eddu.
Inn á vefslóðinni www.eddabjorgvins.is má finna ýmiskonar slóðir og fróðleik með gleðiæfingum, hópeflisæfingum og öðru gagnlegu fyrir jákvætt hugarfar og innilegan hlátur.
BB