Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, voru Hvatningaverðlaun ÖBÍ, veitt í áttunda sinn. Megin tilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum;

Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks, í flokki einstaklinga,

Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun í flokki fyrirtækja/stofnana og

Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“ í flokki umfjöllunar/kynningar.

 

Tilnefndir voru:

Í flokki einstaklinga

·         Ólafur Helgi Móberg, fyrir að láta ekki fordóma hindra sig í lífi og starfi.  

·         Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.

·         Snorri Már Snorrason, fyrir verkefnið „Þín hreyfing – þinn styrkur“.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

·         Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fyrir ritun bókarinnar „Litróf einhverfunnar“.

·         Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.

·         Vin – athvarf, fyrir rekstur athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

·         Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.

·         Borgarleikhúsið, fyrir að opna heim leikhússins fyrir fötluðu fólki.

·         Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, fyrir erindi sitt „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?“.