Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Eins og fram hefur komið á fésbókarsíðu félagsins og í MeginStoð þá var lítil ásókn á jafnvægis- og styrktarnámskeið félagsins sem boðið var upp á í haust og það því fellt niður. Þessi námskeið hafa í mörg undanfarin ár verið haldin í samstarfi við Reykjalund.
MS-félaginu er það kappsmál að haldið verði áfram á sömu braut en það verður þó í breyttri mynd. Tvær líkamsræktarstöðvar, Gáski og Styrkur, bjóða nú upp á námskeið fyrir MS-fólk sem er samsvarandi þeim námskeiðum sem félagið hefur staðið fyrir.
Auglýsing frá Gáska, Bolholti 8, Reykjavík:
Gáski býður félagsmönnum MS að koma í líkamsrækt í góðum og björtum æfingasal Gáska í Bolholti.
20% afslátt af 12 vikna líkamsræktarkortum.
Hægt að fá tíma hjá þjálfara sem setur upp æfingaprógram fyrir viðkomandi.
Þeir félagsmenn MS sem vilja kaupa árskort í líkamsrækt geta fengið árskortið á 29.000 kr. í stað 34.000 kr.
Sjá auglýsinguna hér og vefsíðu Gáska hér.
Auglýsing frá Styrk, Höfðabakka 9, Reykjavík:
Námskeið fyrir MS-fólk hefst 12. október. Námskeiðið er sett upp í samráði við sjúkraþjálfara Reykjalundar.
Sjúkraþjálfarar munu hitta hvern og einn áður en námskeiðið hefst til að meta getu og styrk.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 587-7750.
Sjá vefsíðu Styrks hér.