Skráning er hafin á jafnvægisnámskeið sem boðið er upp á í samstarfi við Reykjalund. Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfarar á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar. Æfingar miða við sértæka líkamlega þjálfun í hópi með áherslu á jafnvægi, færni og úthald.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 2. janúar 2014  og stendur fram í apríl. Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfararnir Sif Gylfadóttir og Andri Sigurgeirsson.

Boðið er upp á tíma einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 16 eða 17, og tíma tvisvar í viku á þriðjudögum kl. 16 og fimmtudögum kl. 16 eða 17.

Verð er 12.000 kr. fyrir tíma einu sinni í viku og 15.000 kr. fyrir tvo tíma á viku.

Skrifstofa félagsins er lokuð frá 23. desember til þriðjudagsins 7. janúar. Á þeim tíma er unnt að skrá sig á jafnvægisnámseiðið með tölvupósti á berglind.gudmundsdottir@msfelag.is eða í síma 866-7736. Að lokinni jólalokun skrifstofu er skráning í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is

Mikil ásókn hefur verið á námskeiðin á undanförnum árum og því betra að skrá sig fyrr en síðar þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.

 

Nánari lýsing á námskeiðinu:

Þriðjudagar: Upphitun, 20 mín. stöðvaþjálfun með áherslu á úthald, 20 mín. stöðvaþjálfun með áherslu á færnimiðaða kraftþjálfun og svo teygjur og slökun í lok tímans.

Fimmtudagar: Upphitun, 35 mín. stöðvaþjálfun með sértækum æfingum á jafnvægi, stöðu, hreyfistjórn og fallviðbragði, teygjur og slökun í lok tímans.