Í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 er boðið upp á jóga þrisvar í viku; á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:10 og á laugardögum kl. 9:00 eða kl. 10:30. Hver tími er í 75 mínútur.

MS-félagið greiðir niður námskeiðið og kostar mánuðurinn, þrisvar í viku, 5.000 kr.

Leiðbeinandi er Birgir Jónsson (Biggi yoga). Á vefsíðu hans yogib.is segir: Yoga er alltaf orku- og gleðiaukandi, styrkir og opnar, eykur æðruleysi og hugarró um leið og lærist að sleppa tökunum og gegn kvíða.

Til að skrá sig á námskeið þarf að hafa samband við skrifstofuna í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is.

Hægt er að hringja í Birgi í síma 895 9454 og fá upplýsingar.

Námskeiðið er í gangi allt árið, nema hvað fólk tekur sér sumarfrí í júlí J