Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið úthlutaði í gær jólastyrkjum að fjárhæð krónur 1.320.000 til félagsmanna með MS-greiningu. Alls bárust 24 umsóknir og var unnt að veita öllum umsækjendum styrk, sem er einkar gleðilegt. Grunnstyrkur var 50 þúsund krónur og aukalega voru greiddar 10 þúsund krónur fyrir hvert barn undir átján ára aldri á heimilinu.
Það er von stjórnar félagsins að styrkirnir nýtist til að létta undir með styrkþegum og geri þeim kleift að halda gleðileg jól.
Jólaskemmtun félagsins, sem fyrirhugað var að halda á Zoom á morgun, laugardag, fellur því miður niður vegna dræmrar þátttöku.
Í dag er síðasti opnunardagur skrifstofu félagsins fyrir jól, en skrifstofan verður lokuð vegna jólaleyfa til 4. janúar.
Stjórn og starfsmenn félagsins senda félagsmönnum, stoðvinum, styrktaraðilum og velunnurum hugheilar jóla- og áramótakveðjur, með þökkum fyrir samstarfið, stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Jólakveðja,
MS-félagið