Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Listamenn hafa gefið myndir sínar á kortin og nú í ár gefur Eggert Pétursson félaginu einstaklega fallega mynd sem hann nefnir Sortulyng.

Hægt er að fá kortin með eða án texta um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. 7 stk. eru saman í pakka á 1.000 kr.

 

Auk kortanna selur félagið jólaskraut sem er tilvalið sem tækifærisgjöf um jólin eða í jólapakkann. Skrautið var sérstaklega hannað fyrir félagið og er unnið úr filti.

Um er að ræða þrjár mismunandi gerðir; laufabrauð, jólakött og stjörnu, sem t.d. er hægt að hengja á jólatré eða greinar, nota sem pakkaskraut eða sem servéttuhringi.

Sex stykki (2x3) eru saman í fallegri pakkningu á 1.500 kr.

 

 

Þessar vikurnar er unnið að því að pakka og koma jólakortum til sölumanna um allt land. Söluaðilar verða auglýstir síðar en alltaf er hægt að koma við hjá félaginu og kaupa kort.

 

Gróskumikinn rekstur félagsins er aðallega að þakka styrkjum og gjafmildi samfélagsins því félagsgjaldi er haldið í lámarki og opinberir styrkir litlir. Sala jólakorta og annars varnings er því mikilvæg tekjulind félagsins.