MS-félagið er fullt þakklætis í garð hlaupara og stuðningsmanna þeirra en alls söfnuðust 1.439.110 krónur í Reykjavíkurmaraþoninu nú um síðast liðna helgi fyrir MS-félagið.

Alls hlupu 74 einstaklingar fyrir félagið, ein boðsveit og einn hlaupahópur.

Unga fólkið okkar mun njóta áheitana nú í ár. MS er einn algengasti taugasjúkdómur ungs fólks og félagið vill halda vel utan um þennan hóp. 

MS-félagið var með hvatningastöð við Eiðisgranda eins og í fyrra. Klappliðið hoppaði og skoppaði og heilsaði hlaupurum nær frá því að fyrsti maður fór hjá og þar til þess síðasta og er óhætt að segja að liðið hafi að minsta kosti hoppað heilt maraþon J

 

Frábært klapplið – frábærir hlauparar og frábærir stuðningsmenn J

 

 

TAKK – TAKK - TAKK