Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fræðslubæklingur fyrir vini og félaga unglinga sem eru með Multiple Sclerosis. Börn og unglingar greinast líka með MS. Bæklingurinn er lokaverkefni Elaine Mackey framhaldskólanema. Eftir að hún greindist með MS fannst henni erfitt að útskýra sjúkdóminn fyrir vinum sínum. Hún fékk hóp unglinga með MS til að skrifa þennan bækling. Bæklingurinn er byggður á reynslu þessara unglinga og öðrum upplýsingum um sjúkdóminn sem þeim fannst eiga við. Bæklinginn þýddi og staðfærði Heiða Björg Hilmisdóttir.
Það er mikill fengur fyrir MS-félagið að fá þennan bækling og geta miðlað honum til félagsmanna. Þó bæklingurinn sé skrifaður með unglinga í huga eiga útskýringar og leiðbeiningar einnig við um fullorðna. Sjúkdómurinn er útskýrður á einfaldan og aðgengilegan hátt. Taugaþráðunum líkt við rafmagnssnúru og myelínið er þá plastið utanum um snúruna. Þeir sem eru með MS, hvort sem þeir eru unglingar eða fullorðnir þurfa oft að útskýra þreytu, dofa og ýmis MS einkenni. Þá er gott að geta gripið til einfaldra dæma eins og dofi er eins og ganga á svampi eða skyntruflanir eru eins og vera með smásteina í skónum. Við sem erum með MS viljum vera venjuleg og eigum oft erfitt með að biðja um aðstoð, sama á hvað aldri við erum. Í bæklingnum eru nefnd dæmi um hvernig við getum beðið um aðstoð t.d. þegar við erum þreytt eða hitinn er að angra okkur. Í bæklingum eru setningar sem við getum tileinkað okkur þegar við þurfum á aðstoð að halda t.d. „Getur þú hjálpað mér að finna stað til að hvíla mig aðeins“. Ef að vinir og félagar eru upplýstir um sjúkdóminn eru þeir betur vakandi fyrir því hvað einstaklingur með MS getur gert og hvernig þeir geta aðstoðað. Það eru flestir tilbúnir að aðstoða, en eru oft óöruggir því þeir vita ekki hvaða aðstoð hentar.
Bæklinginn má nálgast hér.