Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, vangreindar og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks.

Nú er að fara af stað könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi þar sem fólki með MS er boðið að taka þátt.

  

Könnunin er liður í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Leiðbeinendur rannsóknarinnar eru dr. Árún K. Sigurðardóttir prófessor við Háskólann á Akureyri og Björg Þorleifsdóttir lektor við Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að afla grunnupplýsinga um svefngæði og svefntruflanir hjá fólki með MS á Íslandi. Gera má ráð fyrir að aukin þekking og vitund um svefn MS-greindra stuðli að bættri greiningu og meðferð svefntruflana, ef þær eru til staðar, hjá fólki með MS.

Könnunin er ópersónugreinanleg og hefur tilskilið leyfi Vísindasiðanefndar.

Til að taka þátt í rannsókninni þarf einstaklingur að vera með MS-greiningu og vera 18 ára og eldri.

 

Nú hefur öllum félagsmönnum á tölvupóstlista MS-félagsins verið sendur tölvupóstur með upplýsingum og vefslóð á könnunina. Þeir sem ekki hafa fengið tölvupóst, en vilja taka þátt, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 568 8620.

Einnig er hér slóð á könnunina.

 

Áætlað er að það taki um tíu til tuttugu mínútur að svara könnuninni.

 

.

Það er líklegt að þátttaka þín í rannsókninni stuðli að aukinni vitund um svefngæði þín.

Vinsamlegast taktu þátt fyrir 12. nóvember.

 

 

Vonandi taka sem flestir þátt í rannsókninni svo að niðurstöður verði marktækar og verði til sem mest gagns fyrir fólk með MS.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

Mynd

 

Hafir þú spurningar í tengslum við rannsóknina, þá er þér velkomið að hafa samband við:

  • Aðalbjörg Albertsdóttir, búsett erlendis, tölvupóstur: ha170386@unak.is
  • Árún K. Sigurðardóttir, sími: 8670723, tölvupóstur: arun@unak.is
  • Björg Þorleifsdóttir, sími: 8207559, tölvupóstur: btho@hi.is