EMSP, samtök MS-félaga í Evrópu, biðja okkur að taka þátt í könnun, sem er Á ÍSLENSKU, um atvinnuþátttöku, umönnun, meðferð, stuðning og daglegt líf.

Það tekur um 10 mínútur að svara könnuninni en síðasti dagur til þátttöku er 30. maí.

 

Með þátttöku þinni hjálpar þú til við að auka skilning ráðamanna á stöðu fólks með MS í Evrópu og finna lausnir á þeim vandamálum sem blasa við.

 

Slóð inn á könnunina er hér.

 

Í felliglugga í efra hægra horni er hægt að velja „Íslenska“.

Forsíðan er samt sem áður á ensku en með því að smella á „Next“ ertu kominn inn á könnunina á íslensku.

 

Líklegast hefur verið notuð þýðingarvél við að þýða úr ensku á íslensku en það er um að gera að virða viljann fyrir verkið J

Annað hvort er valið úr felliglugga, skrifað beint í reiti eða valið úr möguleikum

 

Nokkur orð:

Versnun endurbati (MS í köstum) = Relapsing-remitting

Stöðug versnun = Primary progressive

Versnun í þrepum = Progressive relapsins

Seinni síversnun = Secondary progressive

EDDS er fötlunarskali fyrir fólk með MS, þ.e. er mælikvarði á fötlun einstaklings. Sjá flokkunina á ensku hér.

 

 

TÖKUM ÞÁTT OG SÝNUM AÐ VIÐ VILJUM HAFA ÁHRIF