MS-félagið biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun um vegferð þeirra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.

 

Markmið könnunarinnar

Markmið könnunarinnar er að kanna hvaða heilbrigðisstéttir það eru sem einstaklingar leita til með MS-einkenni áður en MS er greint og hvaða úrlausnir þeir fá.

Niðurstöðurnar verða notaðar til að hanna sérsniðna fræðslu fyrir viðkomandi stéttir til að auka þekkingu þeirra á MS.

Einnig er verið að kanna viðhorf MS-greindra til þess hvernig best er að fá fréttir um greiningu á langvinnum sjúkdómi.

 

Hvar má nálgast könnunina?

MS-fólk er hvatt til að fara inn á eina af eftirtöldum fésbókarsíðum, ná þar í vefslóð á könnunina og taka þátt.:

 

Aðstoð

Hafi einhver MS-einstaklingur ekki aðgang að þessum fésbókarsíðum eða komi upp vandamál við að svara könnuninni, má hafa samband við Bergþóru Bergsdóttur á netfangið bergthora@msfelag.is eða hringja í síma 861 4587.

 

Tímafrestur

Hægt verður að svara könnuninni í viku, eða til og með mánudagsins 11. september. Fólk er þó hvatt til að svara sem fyrst svo það gleymist ekki.

 

Ekki rekjanleg könnun

Allir einstaklingar með MS eru hvattir til að taka þátt en þátttaka er samt engin skylda. Það er þó þannig að því fleiri sem svara, þeim mun skýrari eru skilaboðin.

Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg.

 

 

Kærar þakkir,

Fræðslunefnd MS-félagsins