Í tilefni af 50 ára afmæli MS-félagsins 20. september þykir fróðlegt að kanna aðgengi MS-greindra að taugalæknum og lyfjum. Þá þykir líka fróðlegt að kanna hlutfall þeirra sem stunda einhverja líkams- og hugarrækt, en æ fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvægi þjálfunar fyrir fólk með MS.

Einnig þykir áhugavert að kanna hversu hátt hlutfall notar hjálpartæki, nú þegar áratugur er liðinn frá því að fyrsta öfluga fyrirbyggjandi MS-lyfið (Tysabri) kom á markað.

Að lokum þykir mikilvægt að fá upplýsingar frá MS-greindum, sem nýta sér þjónustu félagsins, um hvaða þjónustu þeir nýta sér helst og hvort gera megi betur og bæta þjónustuna, en félagið vinnur nú að stefnumótun til framtíðar.

 

Fræðslunefnd MS-félagsins biður MS-greinda því um að fylla út örstutta könnun, sem tekur jafnvel ekki nema mínútu að svara.

Þátttaka þín er mjög mikilvæg !

 

Hvar má nálgast könnunina?

Könnunin er eingöngu ætluð fólki með MS-sjúkdóminn og má nálgast slóð á könnunina hér.

 

Aðstoð

Komi upp vandamál við að svara könnuninni, má hafa samband við Bergþóru Bergsdóttur á netfangið bergthora@msfelag.is.

 

Tímafrestur

Hægt verður að svara könnuninni til og með föstudags 7. september. Fólk er þó hvatt til að svara sem fyrst svo það gleymist ekki.

 

Ekki rekjanleg könnun

Allir einstaklingar með MS eru hvattir til að taka þátt en þátttaka er samt engin skylda. Það er þó þannig að því fleiri sem svara, þeim mun skýrari eru skilaboðin.

Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg.

 

 

Kærar þakkir,

Fræðslunefnd MS-félagsins