Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Uppfært 6.3.2020:
Alþjóðasamtök MS hafa nú boðað ráðgjafa sína í læknisfræði og vísindum á alþjóðavísu á fund til að fara yfir leiðbeiningar um MS-meðferðir í tengslum við COVID-19 vírusinn. Fundurinn verður þann 11. mars og mun MS-félagið flytja fréttir af honum um leið og þær berast.
Nýji kórónavírusinn (2019-nCoV) er öndunarfærasjúkdómur sem ekki hefur sést áður hjá mönnum. Þessi nýi stofn kórónavírussins fannst fyrst í Kína í desember 2019 og hefur síðan breiðst út til annarra heimshluta.
Þar sem þetta er nýr stofn kórónavírussins, þarf að afla betri vitneskju um hvernig hann getur haft áhrif á fólk með MS.
Mörg MS lyf bæla eða breyta ónæmiskerfinu (s.s. sterar eða líftæknilyf). Vitað er að fólk með MS sem er á slíkri ónæmisbælandi meðferð getur verið í aukinni hættu vegna fylgikvilla sem tengjast veirusýkingum, en á þessari stundu er óvíst hvort það auki líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.
Ef þú ert á ónæmisbælandi meðferð og ert annað hvort útsett(ur) fyrir kórónavírus eða staðfest er að þú sért með kórónavírussýkingu, vinsamlegast hafðu samband við heilsugæsluna í síma 1700 eða 544 4113.
Meðal einkenni kórónavírussins eru öndunarerfiðleikar, hósti og hár hiti, sem getur leitt til lungnabólgu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til nokkrar grundvallarráðstafanir til að verjast nýja kórónavírusnum. Þær eru:
Það er mikilvægt að forðast snertingu við alla sem kunna að hafa búið eða ferðast á svæði þar sem kórónavírussins hefur orðið vart. Fylgist með nýjustu fréttunum af kórónavírusnum á vef Embættis landlæknis hér eða hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hér
Helstu spurningar og svör um nýja kórónavírusinn:
Vefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Leiðbeiningar landlæknis um handþvott
Stutt upplýsingamyndband á ensku frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni