Félagið hefur um nokkurt skeið boðið upp á jafnvægis- og styrktarnámskeið fyrir MS-fólk. Í boði er sértæk líkamleg þjálfun í hópi þar sem áhersla er lögð á jafnvægi, færni og úthald, fræðslu, teygjur og slökun.

Þátttaka er því miðuð við MS-fólk sem ekki er bundið hjólastól.

Námskeiðið miðast fyrst og fremst við þjálfun á jafnvægi, stöðu og hreyfistjórn, krafti og úthaldi. Þjálfunin er færnimiðuð og í formi stöðvaþjálfunar í hópi þar sem áhersla er lögð á að ögra getu hvers einstaklings. Fræðsla er um jafnvægi hvíldar og hreyfingar og hreyfivirkni í daglegu lífi. Undir lok hvers tíma teygja þátttakendur vel á þreyttum (en „ánægðum“) vöðvum og enda á stuttri slökun.

 

 

 

Tímar eru á þriðjudögum (kl. 16–17) og/eða á fimmtudögum (kl. 16–17 og kl. 17–18). Hægt er að velja um að vera einu sinni eða tvisvar í viku. Áherslan er ólík eftir dögum:

 

Þriðjudagar: Upphitun, 20 mín. stöðvaþjálfun með áherslu á úthald, 20 mín. stöðvaþjálfun með áherslu á

færnimiðaða kraftþjálfun og svo teygjur og slökun í lok tímans.

 

Fimmtudagar: Upphitun, 35 mín. stöðvaþjálfun með sértækum æfingum á jafnvægi, stöðu, hreyfistjórn og

fallviðbragði, teygjur og slökun í lok tímans.

 

Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfarar á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar: Sif Gylfadóttir, MSc; Andri Sigurgeirsson, MSc og Anna Sólveig Smáradóttir, BSc. Leiðbeinendur skipta með sér námskeiðum og mætir einn leiðbeinandi hverju sinni.

 

Laus pláss eru á fimmtudögum kl. 17.

 

Nánari upplýsingar hjá MS-félaginu í síma 568 8620.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir