MS-félagið býður nú félagsmönnum sínum ljósmyndanámskeið. Ekki þarf að eiga stórar, flóknar eða dýrar myndavélar til að taka þátt. Það má alveg eins koma með Ipada, síma, litlar vélar eða gamlar. Farið er í helstu stillingar á myndavélum, uppbyggingu mynda og myndatökur. Kennari er Kristján Einar Einarsson, ljósmyndari.

Námskeiðið er þrjú kvöld í 2 klst. í senn; þriðjudagana 1. 8. og 15. október frá kl. 16:30 - 18:30. Miðað er við að fjöldi þátttakenda sé 8 - 10. Námskeiðið kostar 4.500 kr.

Markmið námskeiðsins er að þátttakandi öðlist öryggi í umgengni við stafrænar myndavélar og verði betri ljósmyndari.

Upplýsingar og skráning á skrifstofu í síma 568 8620á milli kl. 10 og 15.

 

 

BB