Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á aðalfundi MS-félagsins 9. maí sl. var María Þorsteinsdóttir, fyrrum formaður, gerð að heiðursfélaga MS-félagsins fyrir einlægan áhuga hennar á málefnum MS-fólks og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í 45 ár.
Það er félaginu sönn ánægja að bæta Maríu í hóp heiðursfélaga MS-félagsins þar sem fyrir eru Margrét Ólafsdóttir, John Benediktz, Helgi Seljan og Sverrir Bergmann, sem nú er látinn.
Lesa má viðtal við Maríu í 1. tbl. MeginStoðar 2015 bls. 16-19.
Á aðalfundinum voru á dagskrá venjubundin aðalfundarstörf. Hægt er að nálgast aðalfundargerðina hér á vefnum þegar hún liggur fyrir.
Sjá má myndir frá aðalfundinum hér. Kristján Einar Einarsson, ljósmyndari, tók myndirnar.