Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
1. tbl. MeginStoðar 2016 er nú tilbúið í vefútgáfu.
Prentútgáfa ætti að berast félagsmönnum innan hálfs mánaðar.
Meðal efnis eru skemmtilegir pistlar frá Siggu Dögg, kynlífsfræðingi, um langvinn veikindi og kynlíf, grein félagsfræðinganna Margrétar Sigurðardóttur og Sigríðar Önnu Einarsdóttur um sambönd para, hressilegt viðtal við Daníel Kjartan Ármannsson sem segist bara hafa það mjög gott og góð grein eftir Önnu Margréti Ingólfsdóttur sem byggir á viðtölum við tvo einstaklinga með MS-sjúkdóminn, upplifun þeirra á notkun hjálpartækja og af sjúkdómnum.
Dagbjört Anna Gunnarsdóttir segir fréttir að norðan en þau sitja ekki auðum höndum þar frekar en fyrri daginn. Einnig er sagt er frá nýjum styrktarsjóði fyrir ungt fólk í námi og kynnt eru námskeið og félagsstarf á vorönn. Þá má sjá myndir úr leik og starfi MS Setursins.
Hægt er að nálgast vefútgáfu blaðsins hér og svo er bara að bíða eftir blaðinu með póstinum næstu tvær vikurnar J
BB