Nálgast má blaðið hér.

 

Helstu greinar:

Endurnýjuð vefsíða og sex nýir bæklingar! - bls. 10

Viðtal við Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa MS-félagsins, um nýja fræðslubæklinga sem finna má á vefsíðunni hér (nýtt á vefsíðunni í dag) og um nýtt útlit vefsíðu sem er gjörbylting frá því sem var. Vefsíðan er enn í vinnslu og verður svo á næstu vikum.

   

Fundur Norræna MS-ráðsins (NMSR) í Helsinki - bls. 12

Helga Kolbeinsdóttir, ritari NMSR, segir frá fundi norrænna MS-félaga sem fram fór 24.-26. nóvember sl.

 

Hin mörgu andlit MS - bls. 14

Ástríður Anna Kristjánsdóttir er fulltrúi unga fólksins í norrænu samstarfi fyrir Íslands hönd. Hér segir hún meðal annars frá fundi unga fólksins sem fram fór í Helsinki í nóvember sl. og frá undirbúningi að fræðslumyndbandi sem ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í. Einnig segir hún frá nýstofnuðu ungmennaráði en markmið þess er að halda utan um félagsstarf fyrir ungt og/eða nýgreint fólk og að vera talsmaður þess á stjórnarfundum MS-félagsins.

 

Herra MS – lífsförunautur ekki að eigin vali - bls. 16

Dagbjört Anna Gunnarsdóttir er hér í hressilegu viðtali um líf sitt með MS.

 

Allt annað nú en fyrir tíu árum - bls. 20

Jónína Hallsdóttir, MS-hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild LSH, segir frá algengum viðbrögðum MS-greindra og aðstandenda þeirra við greiningunni og hvað gott er að hafa í huga.

 

Kvíði og þunglyndi, greining og meðferð - bls. 22

Pétur Hauksson, geðlæknir, skrifar grein um þunglyndi og kvíða, sem hrjáir marga sem eiga við langvarandi veikindi að stríða, og segir frá þeim meðferðum sem eru í boði.

 

Minni og hugræn endurhæfing - bls. 24  

Claudia Ósk H. Georgsdóttir, yfirtaugasálfræðingur í taugateymi Reykjalundar, skrifar um minniserfiðleika sem flokkast undir hugræn einkenni MS og sem talið er að allt að helmingur MS-greindra finni fyrir – í mismiklum mæli þó.  

 

Samskiptasíður á fésbókinni - bls. 30

Margir hópar fólks með MS og aðstandendur þeirra eru virkir á Fésbókinni. Hóparnir eru flestir ótengdir MS-félaginu. Hér má sjá heiti hópanna.

 

  

 

Bergþóra Bergsdóttir