Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Það var frábær stemming á jólaballi MS-félagsins sem fram fór sl. laugardag.
110 börn og fullorðnir voru mætt til að sjá þá jólasveinabræður Askasleiki og Skyrgám sprella, leika, syngja og gefa börnum nammipoka. Þeir voru ótrúlega skemmtilegir enda hópuðust börnin í kringum þá en hrukku þó undan þegar Askasleikir dró fram úldin fisk og vildi gefa þeim að smakka.
Guðmundur Haukur var á skemmtaranum allan tímann og dró ekki af sér við spil og söng.
Frábær skemmtun fyrir alla og á Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, heiður skilinn fyrir skipulagningu og framkvæmd og Ólína, félagi okkar, þakkir fyrir alla aðstoð.
Myndir eru komnar á vefinn