Hann var hress MS-hópurinn sem mætti í fullum öskudagsskrúða í þjálfun hjá Styrk í gær. Að sjálfsögðu var þó ekki slegið slöku við æfingarnar þó búningarnir flæktust fyrir hjá sumum og þyngdu aðeins æfingarnar. Að þjálfun lokinni hélt hópurinn á kaffihús og endurnýjaði orkuna. 

 

MS-greindum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og nágrenni býðst einstaklingsmiðuð sértæk líkamleg þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS. Lögð er áhersla á að efla styrk, jafnvægi, færni og úthald. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Mjög góð aðstaða er til bæði hópþjálfunar og æfinga í tækjasal.

 

Hjá Styrk sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, Reykjavík er boðið upp á tvo námskeiðshópa;

  • hóp I á mánudögum kl. 13:30 og á miðvikudögum og föstudögum  kl. 13 og
  • hóp II á mánudögum og fimmtudögum kl. 14:30 

Þjálfunin stendur í klukkustund. Hópunum er skipt upp eftir getu. Almennt má segja að hópur I sé fyrir þá einstaklinga sem ekki notast við gönguhjálpartæki og hópur II sé fyrir þá einstaklinga sem notast við gönguhjálpartæki.

Þjálfarar eru Belinda Davíðsdóttir CheneryMaría Carrasco og Sigurður Sölvi Svavarsson.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Styrk í síma 587 7750 eða með tölvupósti á belinda@styrkurehf.is.

 

Hjá Eflingu sjúkraþjálfun, Hafnarstræti 97, Akureyri er boðið upp á einn námskeiðshóp;

  • á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 11 til kl. 12.

Um þjálfunina sjá Árni Björn Þórarinsson og Heiða Þorsteinsdóttir.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Eflingu í síma 461 2223 eða með því að skrifa tölvupóst á arni@eflingehf.is eða heida@eflingehf.is.

 

Verð er mismunandi fyrir einstaklinga en fer eftir gjaldskrá SÍ um hópþjálfun, sjá hér.

Sjúkraþjálfun fellur undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands, sjá hér.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi 

 

Frekari upplýsingar:

Hópþjálfun hjá Styrk sjúkraþjálfun, sjá hér og myndir hér

Hópþjálfun hjá Eflingu sjúkraþjálfun, sjá hér 

 

Æfingar:

Fjölbreyttar æfingar, sjá hér