Það var frábær stemming á jólaballi MS-félagsins sem fram fór sl. laugardag.

100 börn og fullorðnir voru mætt til að sjá þá jólasveinabræður Askasleiki og Kjötkrók sprella, leika, syngja og gefa börnum nammipoka.

Þeir voru ótrúlega skemmtilegir; þeir hoppuðu og skoppuðu, dönsuðu í kringum jólatréð, sungu hástöfum og sögðu sögur. Á tímabili varð Kjötkrókur svo þreyttur eftir öll lætin að hann lagði sig undir jólatréð og sofnaði í smá stund – Börnin pössuðu sig þá á því að syngja ekki mjög hátt til að vekja hann ekki.

Svo voru bræðurnir mjög hjálplegir við að lesa upp happatölur í happdrættinu okkar en margir hrepptu góða vinninga og fóru enn sælli heim fyrir vikið.

Guðmundur Haukur var á skemmtaranum allan tímann og dró ekki af sér við spil og söng.

 

Frábær skemmtun fyrir alla. Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, á heiður skilinn fyrir skipulagningu og framkvæmd og Helga og Ólína fá bestu þakkir fyrir alla aðstoð.

 

 

Sjá má myndir hér