Ráðstefna MS félagsins og EMSP, Evrópusamtaka MS sjúklinga, verður haldin eins  og fram hefur komið á Hotel Nordica Reykjavik dagana 24. og 25 maí. Ráðstefnan er fyrst og fremst ætluð MS fólki, aðstandandendum þeirra, fagaðilum og stjórnmálamönnum, sem hafa sérstakan  áhuga á málefnum MS sjúkra.

Skrásetning stóð til 22. apríls eða fram á s.l. þriðjudag. Skráning fór fram á vef Evrópusamtakanna eða í gegnum vef MS félagsins. Í síðustu frétt, sem fjallaði um ráðstefnuna fékkstu allar nauðsynlegar upplýsingar um hana og gazt m.a. skráð þig á ráðstefnuna og fengið dagskrá hennar og prentað hana

Þetta gerir þú með því að lesa síðustu frétt og smella á krókana, þar sem dagskráin er og fylla út skráningareyðublaðið á vef ESMP, sem eru tiltækileg framarlega í fréttinni.- h