Skellur MS stendur fyrir einkar áhugaverðum viðburði á morgun, laugardaginn 7. september klukkan 14:00, en þá mun Edda Þórunn Þórarinsdóttir flytja erindi um MS-sjúkdóminn, orsök, orsakavalda, einkenni, undirflokka, greiningu og meðferð, sem og koma aðeins inn á MS og meðgöngu/brjóstagjöf.

Edda Þórunn greindist með MS í desember 2021 og er nýútskrifuð sem læknir að hefja sitt fyrsta kandídatsár. Mastersritgerðin hennar fjallaði um MS og mun hún kynna efnið fyrir okkur á mannamáli í bland við sína eigin reynslu.

Upphaflega stóð til að erindið yrði einungis fyrir meðlimi Skells en nú opnað var fyrir aðgang að streymi á viðburðinn fyrir öll áhugasöm og nú hefur einnig verið settur inn hlekkur á upptöku af erindinu sem verður aðgengilegt í einhverjar vikur. Athugið að um miðjan fyrirlestur var gert stutt hlé.

Við vonum innilega að sem flest geti fylgst með og Edda Þórunn geti hjálpað ykkur að finna svör við þeim spurningum sem þið hafið eða hafið haft.

 

Hlekkur á upptöku

 

Frekari upplýsingar um Skell MS - félagshóp fyrir unga/nýgreinda einstaklinga undir 35 ára aldri og hlekkur á FB hóp:

 

Skellur MS (áður Ungir / Nýgreindir með MS). Lokaður hópur. Félagshópur fyrir unga / nýgreinda einstaklinga með MS. Tilgangur hópsins er að gefa fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman. Miðað er við einstaklinga undir 35 ára aldri. Innan hópsins er stýrihópur sem heldur utan um ýmis konar viðburði á borð við kaffihúsakvöld, keiluferðir og fleira.

 

 

frétt uppfærð 12.9.24