Meðal efnis í blaðinu eru hefðbundnar fréttir af félagsstarfinu og því sem framundan er. Það er skemmst frá því að segja að margir af þeim viðburðum sem skipulagðir höfðu verið falla niður en aðra verður mögulega hægt að halda í breyttri mynd og verður það auglýst hér á síðunni. Krossgátan er á sínum stað sem og fastir liðir. Þá er sagt frá starfi Ungmennaráðs félagsins, sem hefur hlotið nafnið Skellur og samantekt um starf á vegum alþjóðasamtaka sem félagið er aðili að.

Opnuviðtalið er við Guðjón Sigurð Tryggvason. Guðjón Sigurður er tæplega fertugur og starfar sem skjalastjóri hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel í Belgíu. Hann greindist með MS árið 2007 og sjúkdómurinn hefur haft talsverð áhrif á vegferð hans og viðhorf í lífinu.

Bergþóra Bergsdóttir gerir góða grein fyrir niðurstöðum könnunar fræðsluteymis félagsins sem framkvæmd var í byrjun árs um ósýnileg einkenni, fordóma, félagslega einangrun, aðstoð í daglegu lífi, sálfræði- og félagsráðgjafaþjónustu félagsins og aðgengi að læknum og lyfjum fyrir fólk með síversnun MS. Þá er Bergþóra með frásögn af veffundi sem haldinn var af alþjóðasamtökunum IPMSA um síversnun í MS ásamt því að lýsa hvernig hún tekst á við síversnun sína.

Guðrún Þóra Jónsdóttir segir frá reynslu sinni af því að fá hjálparhund, ferlinu við þjálfun og aðlögun og hvernig hundurinn nýtist henni í daglegu lífi.

 

Nálgast má MS-blaðið á rafrænu formi hér

 

Efnisyfirlit:

  • Þjónusta MS-félagsins
  • Frá formanni
  • Félagsstarf á vorönn
  • Básar: Útivistarparadís fyrir alla
  • Framkvæmdastjóri MS-félags Íslands – á ný!
  • Námskeið
  • Nýr félagsráðgjafi MS-félagsins
  • Skellur
  • Könnun fræðsluteymis MS-félagsins
  • Fréttir af alþjóðasamstarfi
  • Hið mesta gæfuspor
  • Einbeiti mér að því sem ég get bætt
  • Síversnun í MS – frá veffundi og mér
  • Tímamót – nýjungar (MS Setrið)
  • Krossgátan