Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Að þessu sinni er blaðið tileinkað búsetumálum og þjónustu við MS-fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga með MS og staðan tekin á þeirra málum. MS-félag Íslands gerir kröfu um að gildandi lög og reglugerðir verði virt og öllum sem það vilja gert kleift að búa á eigin heimili með nauðsynlegum stuðningi og þjónustu.
Guðrún Kristmannsdóttir var gift þriggja barna móðir þegar hún greindist með MS 36 ára gömul. Hún segist hafa valið að hlæja að sjúkdóminum og kýs að fólk hlæi með sér í stað þess að gráta yfir hennar stöðu.
Lárus Haukur Jónsson er búsettur á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ, en hann var annar íbúi Hamra sem var vígt 2013. Lárus greindist með MS ungur maður í blóma lífsins með nýfætt barn. Lárus er þrátt fyrir sjúkdóminn jákvæður, ræðinn og stríðinn og unir sér vel á heimili sínu á Hömrum.
Bergþóra Bergsdóttir var búin að finna fyrir einkennum MS í nokkur ár áður en hún greindist. Læknir greindi hana með klemmda taug og Bergþóra skrifaði þreytu og doða í líkamanum á klemmda taug og álag. Í dag þarf hún aðstoð við allar athafnir, en höfuðið er vel virkt sem og baráttan fyrir réttindum hreyfihamlaðra.
Anna Lilja Reimarsdóttir nýtir sér þjónustu MS Setursins alla virka daga auk þess að fá þjónustu heim. Anna Lilja býr í eigin húsnæði og segist vilja vera þar sem lengst með viðeigandi aðstoð. Hún á sér aðeins eina ósk ef peningar og annað væri ekki fyrirstaða: lækningu á sjúkdóminum.
Félagsráðgjafi MS-félagsins, María Rúnarsdóttir, fjallar um margþætt áhrif flutnings á hjúkrunarheimili á líðan, félagslega virkni og þátttöku í samfélaginu, ráðstöfunartekjur og endurhæfingu, svo eitthvað sé nefnt.
Þá skrifar Helga Torfadóttir, sjúkraþjálfari í MS Setrinu um mikilvægi þjálfunar fyrir einstaklinga með langt genginn MS sjúkdóm, en rannsóknir sýna að þjálfun er eitt mikilvægasta meðferðarúrræði einstaklinga með MS sjúkdóminn.
Fastir liðir eru á sínum stað, formannspistill, verðlaunakrossgáta, upplýsingar um þjónustu, viðburði og starfið framundan ofl.
Við sendum ritstjórn kærar þakkir fyrir góð störf.
Efnisyfirlit:
BÓ