Meðal efnis í blaðinu er:

Opnuviðtalið er við nýjan formann félagsins, Hjördísi Ýrr Skúladóttur, sem kjörin var á aðalfundi í maí síðastliðnum. Hjördís er kennari að mennt, gift þriggja barna móðir og býr með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði. Hjördís Ýrr greindist með MS sjúkdóminn fyrir sex árum og hefur komið af krafti inn í starf MS-félagsins.

Sagt er frá fundi Hjördísar Ýrar Skúladóttur og Bergþóru Bergsdóttur með fulltrúum taugadeildar Landspítalans, læknunum Hauki Hjaltasyni og Ólafi Árna Sveinssyni ásamt Jónínu Hallsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi. Tilgangurinn var að fara yfir stöðu mála hvað varðar þjónustuna sem MS-fólki býðst á Íslandi í dag.

Æfingarnar í MS-þrek og jóga hópnum á Facebook eru kynntar og leiðbeinendurnir, þær mæðgur Þuríður Árdís Þorkelsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir. Laugardaginn 20. nóvember klukkan 11 bjóða þær kynningartíma í MS-húsinu þar sem þær vonast til að hitta sem flesta iðkendur og bjóða alla nýja sem vilja kynna sér æfingarnar einnig velkomna. Tilvalið verður að staldra við og spjalla og njóta léttra veitinga eftir tímann.  Hér er hlekkur á Facebook hópin

Fjallað er um útgáfu bæklingsins Næring og mataræði í MS-sjúkdómi sem hægt er að fá sendan í pósti eða lesa á netinu.

Viðtal við Sigurbjörgu Ármannsdóttur, fyrrverandi formann félagsins, en henni var á dögunum veitt viðurkenning yrir störf sín hjá Öryrkjabandalagi Íslands í veislu sem haldin var í tilefni 60 ára afmælis bandalagsins.

Fastir liðir eru á sínum stað, formannspistill, verðlaunakrossgáta, upplýsingar um þjónustu, viðburði og starfið framundan ofl.

Við sendum ritstjóra og ritstjórn kærar þakkir fyrir góð störf.

 

MS blaðið á rafrænu formi

 

Efnisyfirlit:

  • Formannspistill
  • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
  • Skellur - Ungt fólk með MS
  • Allir eiga rétt á greiðum aðgangi að þjónustu óháð búsetu
  • MS-þrek og jóga á netinu
  • Mig langar að láta gott af mér leiða
  • Næring og mataræði í MS-sjúkdómi
  • MS-félagið öflugt í starfi ÖBÍ
  • Af starfi Evrópusamtaka MS-félaga - EMSP
  • Verðlaunakrossgáta