Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Segja má að áhersla sé á líf án takmarkana í þessu nýjasta tölublaði MS-blaðsins, jafnt í opnuviðtalinu sem og frásögnum MS-kvenna af fararskjótum, ferðalagi með hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili og heimsókn í náttúruperluna Víðgelmi.
Ingveldur Jónsdóttir hefur verið virk í starfi MS-félagsins sem og ÖBÍ og eru aðgengismál henni sérlega hugleikin. Ingveldur segir að í nútímasamfélagi þar sem aðgengismál eru í lagi sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðast og fara um allt í hjólastól. Víða er þó pottur brotinn hér á landi, en Ingveldur hefur ekki látið hjólastólinn stoppa sig í að ferðast heima og erlendis og lifa lífinu til fulls án takmarkana.
Íris Dröfn Magnúsdóttir fór fyrir hönd félagsins á ársfund ungliðahóps evrópusamtaka MS-félaga sem haldinn var í Palanga í Litháen nú í haust. Þessi viðburður var einkum hugsaður til að mynda tengsl milli ungra einstaklinga með MS, bera saman reynslusögur og heyra af aðstæðum fólks í hinum ýmsu löndum Evrópu.
Hjördís Ýrr Skúladóttir fjallar um fararskjóta fyrir alla og hjólagleði sem félagið efndi til á sólríkum síðsumars degi.
Bergþóra Bergsdóttir segir frá 9 daga ferð sinni um N og NA-land í ágúst sl. en hún naut hvíldarinnlagnar á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík og notaði tækifærið og keyrði um einstaklega fallega náttúru í félagsskap æskuvinkonu sinnar og skátasystur.
Dagbjört Anna Gunnarsdóttir segir frá heimsókn sinni í náttúruperluna Víðgelmi, en þar eru komnir stigar og pallar nánast alla leið sem auðveldar aðgengi fyrir gangandi fólk.
Fastir liðir eru á sínum stað, formannspistill, verðlaunakrossgáta, upplýsingar um þjónustu, viðburði og starfið framundan ofl.
Við sendum ritnefnd kærar þakkir fyrir góð störf.
Efnisyfirlit:
BÓ