Þetta seinna tölublað ársins er efnismikið og einnig helgað unga fólkinu eins og hið fyrra. Viðtöl við fimm unga einstaklinga birtast í þessu tölublaði. Við erum einkar þakklát öllu unga fólkinu sem hefur verið tilbúið að koma fram og segja sína sögu í blaðinu í ár. Það krefst hugrekkis og áræðni og veitir öðrum dýrmæta innsýn inn í lífið eftir greiningu.

Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur MS-félagsins, fjallar í grein sinni um tilfinningar í kjölfar greiningar og að ná sátt.

Í blaðinu er einnig greinargóð kynning á Skell, félagshópi ungra, nýgreindra einstaklinga með MS, sem Svanhildur S. Mar tók saman.

Sagt er frá niðurstöðum í rannsókn Maya Lekkas iðjuþjálfa á áhrifum þess á þátttöku og athafnir í daglegu lífi að skipta frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn, en fimm Íslendingar tóku þátt í rannsókninni. 

Stutt viðtal er við Ingdísi Líndal fyrrum skrifstofustjóra félagsins, en hún hefur kvatt félagið eftir 20 ára starf. Þá eru fastir liðir á sínum stað, formannspistill, yfirlit yfir þjónustu félagsins, námskeið á döfinni, verðlaunakrossgáta o.fl.

Við þökkum ritnefnd og blaðamanninum Rögnu Gestsdóttur kærlega fyrir vel unnin störf.

 

MS-blaðið á rafrænu formi

 

Efnisyfirlit:

  • Formannspistill - Hjördís Ýrr Skúladóttir
  • Skellur - Ungt fólk með MS
  • Það er valdeflandi að ná markmiðum sínum - Sara Björg Pétursdóttir
  • Ingdís skrifstofustjóri kveður MS-félagið eftir 20 ára starf
  • Sannfærð um að ég hafi fæðst með sjúkdóminn, en hvað veit maður? - Ingveldur Anna Þorsteinsdóttir
  • Hausinn skiptir máli, að hafa hann í lagi, vera jákvæður og gefast ekki upp - Sigurður Kristinsson
  • Að ná sátt - Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur
  • Er að aðlaga minn lífsstíl að sjúkdómnum - Hrafnhildur Lára Ingvarsdóttir
  • Ég ætla að lifa þessu lífi eins vel og ég get og vera hamingjusöm - María Rut Róbertsdóttir
  • Aukin virkni, þægindi og minni þreyta - rannsókn Maya Lekkas 
  • Krossgáta 
  • Frá afmælisráðstefnu í Gullhömrum