Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á dagskrá á laugardaginn verða tónlistaratriði og afmæliskaffi. MS félagar, aðstandendur og velvildarmenn MS félagsins eru hvattir til að fjölmenna og eiga skemmtilega stund saman.
Félagið var stofnað árið 1968, en helsti hvatamaður að stofnun MS-félags Íslands var Kjartan R. Guðmundsson, yfirlæknir taugasjúkdómadeildar Landspítalans. Á sjöunda áratug síðustu aldar var hann sá maður hér á landi sem bjó yfir víðtækustri þekkingu á sjúkdóminum og meðhöndlaði jafnframt flesta sjúklinga.
“Það var föstudaginn 20. september árið 1968, klukkan 16.00 í Rannsóknastofu Háskóla Íslands við Barónsstíg í Reykjavík, að settur var stofnfundur MS-félags Íslands (The Multiple Sclerosis Society of Iceland). Viðstaddir voru tíu manns,” segir í samantekt Páls Kristins Pálssonar, ritstjóra MeginStoðar, málgagns MS félagsins í grein um félagið á MS vefnum. Sjá sögu félagsins. Formaður félagsins er Sigurbjörg Ármannsdóttir. Nýr framkvæmdastjóri félagsins er Berglind Ólafsdóttir.
MS félagið gætir hagsmuna og veitir félögum sínum þjónustu á ýmsa vegu, svo sem læknisþjónustu, dagvist og endurhæfingu, upplýsingaþjónustu og berst fyrir hagsmunamálum félagsmanna sinna auk erlends samstarfs.
Fyrstu árin í sögu félagsins voru tíðindalítil en í áranna rás hefur starfið og hagsmunabaráttan eflzt að mun, ekki sízt á því ári sem er að líða. Ekki má gleyma glæsilegri nýrri viðbyggingu við MS húsið.
Árið 2008 og raunar árið þar á undan hefur borið sérlega á einu mikilvægasta hagsmunamáli MS félagsins fyrr og síðar, en þar er um að ræða baráttu félagsins fyrir að fá Tysabrilyfið til Íslands á liðnu ári og síðan baráttan fyrir því að þeir sem þurfa að fá Tysabri, fái lyfið.
Á því hefur staðið að mati MS félagsins en fyrir skemmstu fékk félagið og MS greindir mikilvæga viðurkenningu og stuðning við Tysabribaráttuna frá Sigurði Guðmundsyni, landlækni, sem tók undir gagnrýni félagsins á seinagang Tysabrimeðferðarinnar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
En þessari baráttu er ekki lokið, því nokkrir tugir MS sjúklinga bíða í ofvæni eftir því að komast í meðferð. Að minnsta kosti 50 manns bíða þess að fá Tysabrilyfið á árinu 2008. Fyrir því mun MS félagið berjast.
Góða skemmtun þegar afmælinu verður fagnað eftir viku, laugardaginn 27. september.
MS félagið vekur athygli á eftirfarandi á dagskrá félagsins:
Opið hús
Minnum á breyttan tíma á opnu húsi.
Fyrsta laugardag í mánuði milli kl. 11.30-13.00 í húsnæði
félagsins að Sléttuvegi 5
Akureyri
Miðvikudaginn 1.október nk. ætla Sigurbjörg, Berglind Guðmundsdóttir og Sverrir Bergmann að heimsækja norðanmenn.
Fundurinn verður haldinn á Greifanum kl.16.00
Allir velkomnir
Aðalfundur MS-félagsins
Aðalfundur MS-félagsins verður haldinn laugardaginn 25.október kl.13.00.
Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.
Nánar auglýst síðar
Jólaskemmtun
Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 6.desember
Nánar auglýst síðar
Viljum minna á vefsíðu félagsins www.msfelag.is