MS-félag Íslands óskar eftir að ráða fræðslu- og verkefnastjóra í hlutastarf

 

MS-félag Íslands leitar eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi til að leiða fræðslu- og ráðgjafastarf félagsins.

 

Verkefni eru:

-       Fræðsla og ráðgjöf til félagsmanna

-       Umsjón með ungliða- og landsbyggðarhópum

-       Samskipti við erlend systursamtök

-       Viðburðarhald og almenn skrifstofuumsjón

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf. Sérmenntun í para- og fjölskyldumeðferð er æskileg
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sýna frumkvæði og vinna í lausnum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á norðurlandamáli er kostur

 

Þekking á MS-sjúkdómnum er kostur en vilji til að starfa að velferð og í þágu einstaklinga með MS og aðstandenda þeirra er skilyrði.

 

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2018.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en um miðjan ágúst 2018.

Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá á netfangið msfelag@msfelag.is þar sem einnig má óska eftir frekari upplýsingum. Öllum umsóknum verður svarað.

 

 

Sjá auglýsingu hér

 

 

BB