Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið óskar eftir að ráða starfsmann í 50% starf til að sinna stöðu ritara NMSR (samband norrænna MS-félaga) í tvö ár og almennu skrifstofustofustarfi á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5.
Umsóknarfrestur er til 7. mars 2016.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí 2016.
Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá á netfangið msfelag@msfelag.is þar sem einnig má óska eftir frekari upplýsingum.
Starfslýsing hér
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Menntun sem nýtist í starfi
· Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og norðurlandamáli
· Góð enskukunnátta
· Góð almenn tölvukunnátta
· Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
· Góð samskipta- og samvinnufærni
· Þekking á MS-sjúkdómnum er kostur
Ísland er með formennsku í NMSR frá júní 2016 til júní 2018 og tekur við af Danmörku. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félags Íslands, verður formaður NMSR þetta tímabil. Formaður og ritari NMSR þurfa að eiga með sér gott samstarf. Aðal mánuðir fyrir ritara NMSR eru apríl/mai og október/nóvember.
Á skrifstofu félagsins er nú starfsmaður í 80% starfi auk þess sem formaður er að jafnaði með viðveru einn dag í viku. Gert er ráð fyrir góðri samvinnu á milli starfsmanna og formanns.
Gróskumikið sjálfboðaliðastarf er innan félagsins.