Heimildarmyndin 'The Art of Rebellion'

 

Í tilefni af alþjóðadegi MS býður MS-félag Íslands í bíó á sýningu heimildarmyndarinnar 'The Art of Rebellion' þann 31. maí, kl. 19:00 - 21:00 í sal 1 í Háskólabíó.

Heimildarmyndin fjallar um líf listakonunnar Lydia Emily en hún skapar einstaklega falleg og ögrandi vegglistaverk, er einstæð móðir tveggja stúlkna og fetar jafnframt grýtta slóð greiningar sinnar með MS-sjúkdóminn.

"ÞÚ ÆTTIR AÐ LIFA HVERJA MÍNÚTU EINS OG ÞÚ VÆRIR Á FORSÍÐU THE NEW YORK TIMES"

 

Lydia Emily málar

Að lokinni sýningu myndarinnar situr Lydia Emily fyrir svörum ásamt leikstjóranum Libby Spears.

Stikla úr myndinni 

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að panta miða hér:

https://forms.gle/Ch1Mga5CGHqHvpbj9

 

 

Í tengslum við sýningu myndarinnar mun Lydia Emily einnig taka þátt í sumarhátíð MS-félagsins og gera vegglistaverk á gaflinn á Sléttuvegi 5 ásamt listakonunum Maríu Pétursdóttur og Hrund Jóhannesdóttur, sem afhjúpað verður á sumarhátíðinni 31. maí.

 

Lydia Emily málarUm Lydiu Emily

Það er ekki hægt að hunsa list Lydiu Emily. Djarfar, ögrandi, fallegar og líflegar veggmyndir hennar yfirtaka oft á tíðum hráslagalegar borgarmyndir og eru jafnframt félagsleg ádeila.

List hennar er kraftmikil og getur jafnt afvopnað, truflað og verið hvatning fyrir áhorfendur. Kaldhæðni Lydiu og ljósu flétturnar sem einkenna hana gera hana jafn ógleymanlega og sköpunarverk hennar eru.

Hún grínast með að hún sé afkomandi „margra ættliða af strigakjöftum“ og hennar lífssaga krefst hvers dropa af því hugrekki og seiglu sem hún var alin upp við. Þessi yfirgripsmikla heimildarmynd sýnir hana í glímunni við vaxandi áskoranir vegna heilsu hennar, heimilis og vinnu, allt í staðföstum anda sköpunar og kærleika.

LISTAMAÐUR. MÓÐIR. AKTÍVISTI. SIGURVEGARI.

 

 

Stikla úr myndinni

Panta miða hér