Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Rio Tinto Alcan á Íslandi hf - Isal - styrkir góðgerðarfélög með sérstakri aðferð. Um er að ræða styrk að fjárhæð 100.000,- kr á hvern hlaupahóp starfsmanna. Hóparnir taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, lágmark tíu manns í hóp og vinna sér þannig rétt til að ánafna tilteknum félögum sinn hlut. Þetta er því í senn hvatning til starfsmanna að stunda útivist og eflir auk þess félagsandann í fyrirtækinu. Síðast en ekki síst vekur það fólk til vitundar um samfélag sitt og stöðu þeirra sem ekki geta hlaupið sjálfir.
Þessi ungmenni sem kalla sig Steypust-álin styrktu MS-félagið með því að tilgreina það sem sinn aðila í úthlutuninni en þau eru : Andri Dagur Símonarson, Sigrún Helga Kristjánsdóttir, Jóhanna Bárðardóttir, Arndís Erna Björnsdóttir, Örn Sveinbjörnsson, Haukur Már Hauksson, Kristín I. Marteinsdóttir, Helena Rut Hallfreðsdóttir, Pétur Laxdal, Kristbjörg Sigurðardóttir, Ingvar Már Leósson.
Um leið og við þökkum af alhug þessa góðu gjöf óskum við starfsmönnum Isals öllum góðs gengis í framtíðinni.