Laugardaginn 26. mars síðastliðinn fór ferða- og lyfjahópur MS-félagsins til Vestmannaeyja. Tilgangur ferðarinnar var að hitta MS fólk í Eyjum og aðstandendur þeirra. Það er ómetanlegt og lærdómsríkt fyrir talsmenn félagsins að hitta félaga okkar á landsbyggðinni og kynnast aðstæðum á hverjum stað, það nýtist í starfi félagsins.

Við í ferða- og lyfjahóp MS-félagsins sóttum MS-fólk í Vestmannaeyjum heim síðastliðinn laugardag. Flogið var í þoku og brælu en við komumst þó klakklaust báðar leiðir. Eyjarnar tóku vel á móti okkur og nutum við þess að skoða okkur um, það er vel þess virði að skreppa til Eyja.

Tilgangur ferðar okkar var að hitta MS fólk í Eyjum og aðstandendur þeirra. Við funduðum á Volcano Café og fengum þar góða þjónustu. Eins er staðurinn með gott aðgengi og notalegur. Bæði MS fólk og aðstandendur mættu og fræddust um starf félagsins og það sem er nýjast í lyfjamálum. Við áttum fróðlegar og skemmtilegar umræður um hin ýmsu málefni sem brenna á okkur MS fólki. Það er ómetanlegt og lærdómsríkt fyrir talsmenn félagsins að hitta félaga okkar á landsbyggðinni og kynnast aðstæðum á hverjum stað, það nýtist í starfi félagsins.

Við þökkum kærlega fyrir hlýjar og góðar móttökur.

Berglind Guðmundsdóttir
Bergþóra Bergsdóttir
Sigurbjörg Ármannsdóttir