Við hvetjum ykkur, félagsmenn okkar, til að senda okkur fáein orð eða fleiri um hvað gefur ykkur sjálfstæði undir yfirskriftinni "MS stoppar mig ekki....".

Í tilefni Alþjóðadags MS 25. maí n.k. er MS-fólk um allan heim, líka á Íslandi, hvatt til að deila reynslu sinni af því hvernig það getur lifað sjálfstæðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn og hvernig það hefur fundið leiðir til að yfirvinna hindranir sem sjúkdómurinn getur skapað og komið auga á möguleikana.

 

 

Hér er saga Sanket, 38 ára manns frá Indlandi:

 

„Ég var í mastersnámi í Bandaríkjunum þegar ég var greindur með MS. Það var árið 2003. Í dag bý ég í Indore á Indlandi með konunni minni og tveim börnum (3ja og 8 ára). Ég er vélaverkfræðingur og rek fyrirtæki sem framleiðir varahluti í bíla. Ég er með 200 starfsmenn í vinnu og hef ánægju af því sem ég geri.

 

Ég á í erfiðleikum með jafnvægið og fæ oft krampa og verki í fæturnar sem hafa áhrif á hvert skref sem ég tek.

 

Ég held að jákvætt viðhorf sé lykillinn að því að lifa hamingjusömu lífi með MS. Að lifa með MS er stöðug barátta milli tveggja sterkra leikmanna: líkamans og hugans.

 

Mitt ráð er að hafa hugann alltaf ofar líkamanum. Sjálfsöryggi kemur þegar hugurinn stjórnar líkamanum. Ég segi fólki: „Ekki gera of mikið úr MS-num, haltu bara áfram að lifa þínu lífi.“ 

 

Allir á vinnustaðnum mínum vita að ég hef MS, þar meðtaldir viðskiptavinir mínir. Ég hef þurft að verða fyrirmynd í heimabæ mínum því það hefur ekki verið neinn annar eins og ég sem ég hef getað mótað mig eftir. 

 

Ég hjálpaði til við að koma á fót stuðningshóp fyrir fólk með MS í Indore. Hópurinn minn þróaðist í það sem nú er Indore deild Indverska MS-félagsins (MSSI), þar sem ég var ritari. Ég er enn í málsvari fyrir félagið og hef sterkar skoðanir á því að löggjöf sem varðar fatlaða í Indlandi verði að ná yfir MS líka og þurfi að taka gildi fljótt! 

 

Ekkert hefur stoppað mig hingað til, sjáum hvað morgundagurinn hefur fram að færa!“

 

 ********

Sjá frétt um alþjóðadaginn og sumarhátíð MS-félagsins hér

Sjá viðburð sumarhátíðarinnar hér

Lesa sögu Söru, 29 ára konu frá Englandi hér 

 

Heimild hér

Þýðing: Helga Kolbeinsdóttir