Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á léttar þrek-, styrktar- og liðkunaræfingar í lokuðum hóp á facebook, MS-þrek. Æfingarnar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 11:00 og verða í boði í 3 vikur til reynslu. Hver tími er 40-45 mínútur.
Æfingarnar henta breiðum hópi þátttakenda, auðvelt er að aðlaga þær eigin hraða, ákefð og getu og þær flestar má gera annað hvort sitjandi í stól eða standandi.
Leiðbeinandi er Þuríður Árdís Þorkelsdóttir einkaþjálfari hjá Flott Þrek sem hefur m.a. verið með sambærilega þjálfun fyrir heldri borgara á facebook. Hún leggur mikið upp úr því að vera með góða upphitun, svo lotuþjálfun (tabata) sem flestir geta fylgt, hvílt sig ef með þarf og komið svo inn í æfingarnar aftur.
Fyrsti tíminn er á morgun klukkan 11. Við hvetjum félagsmenn til að ganga í hópinn MS-þrek og vera með frá byrjun!
BÓ