Á dögunum afhenti Jón Bjarni Vigfússon, skólastjóri Hraðlestrarskólans, MS-félaginu til styrktar gjafabréf og afsláttarmiða á hraðnámskeið skólans. 

Annars vegar er um að ræða 15 gjafabréf upp á heil námskeið að verðmæti kr. 34.500 pr/bréf - fólk þarf að sækja um að fá þessum bréfum úthlutað fyrir sig og/eða börn sín (yngst tekið við 13 ára börnum í skólann). Umsóknarfrestur til 15. janúar og úthlutun verður skömmu síðar.
 
Hins vegar er um að ræða afsláttarmiða upp á kr. 5000 og greiðir Hraðlestrarskólinn þá kr. 1000 til MS-félagsins í styrk fyrir hvern miða sem nýttur er. Þessir miðar eru í ótakmörkuðu magni. Kleift að nálgast miðana á skrifstofu MS-félagsins eða prenta gjafamiðann

Þá veitti Rótarýklúbbur Borgarness MS-félaginu fjárstyrk á jólafundi sínum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður, veitti styrknum viðtöku.

Í Borgarnesi þakkaði Sigubjörg félögum Rótarýklúbbs Borgarness styrkinn, sem kæmi sér vel fyrir starfsemi félagsins, ekki sízt á þeim erfiðu tímum, sem nú gengju yfir íslenzkt samfélag.

Þá tóku þær Sigurbjörg og Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, við styrk Hraplestrarskólans úr hendi skólastjórans Jóns Bjarna Vigfússonar. Um er að tefla afslátt fyrir þá, sem hafa áhuga á að fara á hraðlestrarnámskeið.


Gjafakort Hraðlestrarskólans - nánari upplýsingar í MeginStoð


“Við settum auglýsingu í MeginStoð um að MS-fólk gæti sótt um að fá bréfunum úthlutað fyrir sig og börn sín og er umsóknarfrestur til 15. janúar,” sagði Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri.

Í boði eru annars vegar 3ja vikna námskeið og hins vegar 6 vikna námskeið. Hluti innkomunnar frá hverjum einstaklingi rennur til góðgerðarmála og fær MS-félagið eitt þúsund krónur af þeim námskeiðsgjöldum, sem eiga rætur að rekja til MS-félagsins.

Mynd af gjafakortinu er hér með þessari frétt, en jafnframt er rétt að vísa MS-félögum á MeginStoð, tímarit MS-félagsins, þar sem gjafakortið er e.t.v. aðgengilegra og nánar greint frá málinu.

MeginStoð er aðgengileg á MS-vefnum og getur fólk því nálgast nauðsynlegar upplýsingar þar með aðgangi héðan af MS-vefnum.

Hraðlestrarskólinn á miklar þakkir skilfar fyrir þessa styrktarhugmynd að ónefndum peningastyrk Rótarýklúbbs Borgarmess.

Jólafréttir: Rétt er að fram komi, að allt jólaskrautið sem búið var og selt fyrir jólin er uppurið. Enn er eitthvað til af jólakortum fyrir þá sem eru seinir fyrir, en ekki stendur til  að fara aftur í söluferð fyrir jól og því verða þeir sem hafa áhuga á fallegasta jólakorti jólanna 2008 að hafa samband við skrifstofuna fyrir 22.desember. Þá verður skrifstofunni lokað og hún opnuð aftur 2. janúar á nýju ári. - hh

Sendið bréf með hugmyndum og athugasemdum