Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive" sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR. Myndin var frumsýnd í tengslum við haustfund ráðsins sem fór fram á hótel Miðgarði 10-11 nóvember. Verkefnið er jafnframt stutt af Nordisk kulturkontakt, en verkefnastjóri er Helga Kolbeinsdóttir, starfsmaður MS-félagsins og ritari NMSR. Verkefnið hefur verið nær 2 ár í bígerð, en tökur fóru fram í Kaupmannahöfn núna í vor, en framleiðslufyrirtækið Nerd productions sá um tökur og vinnslu myndarinnar í samráði við ungu fulltrúana, sem hafa haldið reglulega Skype fundi í vetur. Fulltrúar frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku tóku þátt í fundinum og ásamt Ástríði Önnu, íslenska fulltrúanum kynntu þau myndina í húsi MS-félagsins.
Markmið myndarinnar er að gefa raunsæja mynd af því hvernig er fyrir ungt fólk að greinast og lifa með MS í dag. Unga fólkið vildi gera mynd sem þau hefðu sjálf viljað sjá þegar þau fengu sína greiningu. Með myndinni vilja þau auka þekkingu og skilning á MS, gefa ungu fólki með MS von og sýna þeim að þau eru ekki ein. Þátttakendur er ungt fólk með MS frá löndunum fimm.
Hér má sjá myndina í heild sinni