Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Alþjóðadagur MS var haldinn með breyttu sniði í ár.
Það var mikil gleði og eftirvænting hér á bæ að geta haldið upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð eftir að hafa haldið upp á daginn í fyrra með rafrænu bingói og skemmtun og engri skemmtun árið þar á undan. Hér voru bæði mynduð ný tengsl og önnur endurnýjuð, alveg í takt við þema dagsins. Við erum í skýjunum með daginn og vill stjórn og starfsfólk félagsins koma kærum þökkum til allra sem komu og fögnuðu með okkur.
Golfmótið fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi. Fyrir suma var þetta töluverð áskorun, en einhverjir höfðu rétt haldið á golfkylfu áður, aðrir sýndu snilldartakta en allir skemmtu sér konunglega.
Þessi dagur hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir liðsinni liðsinnis fjölmargra aðila, jafnt sjálfboðaliða sem styrktaraðila, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Styrktaraðilar:
Að loknu móti fór fram verðlaunaafhending og aðalverðlaunin voru glæsilegur Straumnes Gore-Tex Infinium jakki frá 66°Norður sem heppinn þátttakandi úr sigurliðinu hlaut að launum.
Nándarverðlaun voru á 6. holu fyrir dömu og herra: Golfskór frá Vinnufötum ehf.
Nándarverðlaun voru á 9. holu fyrir dömu og herra: Iittala tertudiskar frá Líf og List ehf.
Þá voru margvíslegir vinningar dregnir úr skorkortum: Bakpoki frá 66°Norður, kwb skrúfjárn og bitasett og Everbuild wonder wipes frá Einari Ágústssyni & Co., Chef Sommelier rauðvínsglös frá Fastus, Callaway supersoft golfboltar frá Vinnufötum, grjónabakstrar frá MS Setrinu, mittistaska frá 66°Norður, golfboltar, töskuhlífar, golfhandklæði og tee frá Eimskip.
Að auki fengu allir þátttakendur Pinnacle soft golfbolta frá ÍSAM sem merktir voru MS-félaginu.
Að loknu golfmóti hófst svo dagskrá sumarhátíðar félagsins. Í boði voru pylsur, gos og ís fyrir alla. Hoppukastali, andlitsmálun og leikhópurinn Lotta fyrir smáfólkið. Þá heillaði Inga María söngkona alla viðstadda með söng sínum og einlægri framkomu ásamt Arnari Jóhanni gítarleikara.
Aðalgeir Gestur Vignisson ljósmyndari fangaði stemminguna fyrir okkur á þessum degi og látum við myndirnar tala en þær eru komnar í myndasafn hér á síðunni og myndband frá deginum á YouTube.
Fréttamiðillinn Kylfingur gerði deginum einnig góð skil í frétt sem gaman er að lesa https://kylfingur.is/frettir/folk-med-ms-getur-gert-ymislegt
BÓ