Það var með söknuði að knapar á síðasta reiðnámskeiði klöppuðu hestum sínum í síðasta sinn fyrir sumarhlé og þökkuðu Berglindi reiðkennara, Fríðu og öllum hinum ómissandi og skemmtilegu sjálfboðaliðum hjá  Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði kærlega fyrir önnina.

Allir knapar eru sammála um að námskeiðin séu alveg frábær. Sumir eru meira að segja orðnir svo borubrattir  að þeir æfa flugtak með handleggjunum í stað þess að halda sér í hestinn J

Annars er það er ekki bara að líkamlegur styrkur aukist og jafnvægi batni við reiðmennskuna heldur er alltaf svo gaman að koma í reiðhöllina við Varmá og hitta allt þetta frábæra fólk og vera í návígi við hestana.

Alltaf er heitt á könnunni og eitthvað með´í og góðir gestir líta iðulega við.

 

Við þökkum kærlega fyrir okkur J

 

Myndavélarnar eru að sjálfsögðu oft uppi og sjá má afraksturinn frá þessu ári hér.

 

P.s. Strax er farið að spyrja um næsta reiðnámskeið en það mun byrja í október og standa til jóla.