Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.
Föstudaginn 13. apríl kl. 13:00-17:00
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 13:00-15:00
Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.
5000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.
Námskeiðið byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi. Fræðsla verður um MS-sjúkdóminn og áhrif greiningar MS á fjölskyldumeðlimi, tilfinningar, aðlögun, meðvirkni og streitu. MS hjúkrunarfræðingur veitir fræðslu og svarar spurningum þátttakenda. Umræður á námskeiðinu gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og miðla reynslu sinni og kynnast öðrum í svipuðum aðstæðum. Fagfólk veitir fræðslu.
Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Skráning hér á síðunni eða á msfelag@msfelag.is. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568-8620.