Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Frétt frá TABÚ:
Í haust mun Tabú, í samstarfi við Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands, standa fyrir öflugu tíu vikna námskeiði fyrir fatlaðar konur á öllum aldri og óháð skerðingu.
Á námskeiðinu verður fjallað um áhrif og afleiðingar fötlunarfordóma, kynjamisréttis, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra kvenna.
Markmiðið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar að skapa öruggt rými fyrir fatlaðar konur svo við getum deilt reynslu okkar án þess að eiga í hættu á að vera gagnrýndar eða stimplaðar og lært þannig hver af annarri. Hins vegar að undirbúa okkur undir aktivisma til þess að sporna gegn jaðarsetningu og mismunun.
Fræðslan mun fara fram í gegnum fyrirlestra, umræður, hópavinnu og ýmis verkefni. Einnig fá þátttakendur verkefnamöppu á því formi sem hentar og lesefni.
Námskeiðið verður í umsjá Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur og Freyju Haraldsdóttur sem eru stofnendur og verkefnastýrur Tabú. Þær munu leggja þunga áherslu á að námskeiðið mæti ólíkum þörfum okkar allra og að hver okkar geti haft mikil áhrif á þróun og útkomu námskeiðsins. Námskeiðið er því haldið af fötluðum konum fyrir fatlaðar konur eingöngu.
Námskeiðið fer fram á mánudagskvöldum frá kl. 19:00-22:00. Mun námskeiðið hefjast mánudagskvöldið 22. september og ljúka mánudagskvöldið 24. nóvember.
Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands styrkir námskeiðið og Háskólinn í Reykjavík jafnframt með því að hýsa það. Verð á námskeiðið er því einungis 10.000 kr. og eru gögn og veitingar innifalin í verðinu. Bendum við á að hægt er að sækja um styrk í sjóð Sigríðar Jónsdóttur hjá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir námskeiðsgjaldinu.
Hjólastólaaðgengi er að sjálfsögðu fyrir hendi, bílastæðamál í lagi og hvers kyns túlkun er í boði fyrir þær sem þurfa.
Hægt er að senda fyrirspurn um námskeiðið á embla@tabu.is og freyja@tabu.is.
Skráning hér