Fyrirhugað er námskeið fyrir foreldra fólks með MS ef næg þátttaka næst, með fyrirvara um breytingar á dagsetningum.

 

TÍMI:  15. nóv. (fimmtud.)  kl. 14:00 - 18:00

           23. nóv. (föstud.)      kl. 14:00 –17:00

 

STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.

VERÐ: 2.500 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

LÝSING: Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi. Fræðsla verður um MS-sjúkdóminn og áhrif greiningar MS á foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi. Fjallað verður m.a. um samskipti fjölskyldumeðlima, tilfinningar, aðlögun, meðvirkni og streitu. Taugalæknir veitir fræðslu og svarar spurningum þátttakenda. Umræður á námskeiðinu gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og miðla reynslu sinni og kynnast öðrum foreldrum í svipuðum aðstæðum. 

UMSJÓN: Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi. Þær eru báðar með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð.

UPPLÝSINGAR: Á skrifstofu í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.

SKRÁNING: hér.

 

Ítarlegar lýsingar á námskeiðum félagsins má finna hér

Upplýsingasíða fyrir aðstandendur hér.

 

 

BB

mynd