Námskeið fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn verður haldið 10. apríl nk. (4 klst. eftir hádegi) með eftirfylgni 24. apríl (2 klst.).

Verð 2.500 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

Námskeiðið byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi. Fræðsla verður um MS-sjúkdóminn og áhrif greiningar MS á foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi. Fjallað verður m.a. um samskipti fjölskyldumeðlima, tilfinningar, aðlögun, meðvirkni og streitu. Hjúkrunarfræðingur veitir fræðslu og svarar spurningum þátttakenda.

Umræður á námskeiðinu gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og miðla reynslu sinni og kynnast öðrum foreldrum í svipuðum aðstæðum.

Leiðbeinendur eru Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi. Þær eru báðar með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð.

 

Sjá námskeiðslýsingu

hér

 

Skráning í síma 568 8620 (á virkum dögum kl. 10-15) eða á msfelag@msfelag.is.

 

AÐEINS ÖRFÁ SÆTI LAUS

 

 

BB