Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið leggur mikið upp úr því að fræða félagsmenn og þá sérstaklega þá sem hafa nýlega fengið MS-greiningu og eru óöruggir um hvað hin nýja staða í lífinu þýðir.
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 8. september. Námskeiðið verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 og kostar 5.000 kr.
Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi, er leiðbeinandi.
Námskeiðið er fyrir MS-fólk með nýlega greiningu (6 mán. til 3 ár)og byggir á fræðslu og umræðum. Markmið námskeiðsins er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.
Á dagskrá verða umræður um tilfinningaleg viðbrögð við sjúkdómsgreiningunni og áhrif MS á daglegt líf. Kynntar eru leiðir til að aðlagast betur sjúkdómnum og efla styrk þátttakenda.
Tímar í september:
Þriðjudagar í september: 8., 15. og 29. kl. 17.30-19.30
Fimmtudagar í september: 10. og 17. kl. 17.30-19.30
Tímar í október:
Fimmtudagurinn 1. október kl. 17.30-19.30
Laugardagurinn 3. október kl. 10.00-14.00
Þriðjudagurinn 6. október kl. 17.30-19.30. Þá er einnig boðið fjölskyldu og vinum.
Skráning í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is