“Við erum mjög ánægð að vera kölluð til og gefið tækifæri til að miðla af reynslu okkar og þekkingu,” sagði Sif Gylfadóttir, sjúkraþjálfari á Reykjalundi í samtali við MS-vefinn um nýtt námskeið á vegum MS-félagsins, sem beinist að þjálfun á jafnvægi, hreyfistjórnun, krafti og úthaldi. Námskeiðið hefst 15. janúar, verður einu sinni í viku og lýkur í lok apríl. Tímarnir verða í MS-húsinu, alls 16 talsins.

“Aðalmarkmiðið er að koma með sérhæft námskeið fyrir MS-sjúklinga, sem ekki hefur verið boðið upp á áður,” sagði Sif “og jafnframt er mikilvægt að leiðbeinendurnir séu sérhæfðir sjúkraþjálfarar, sem starfa við þjálfun hreyfihamlaðra á Reykjalundi.”

Sjálf er Sif Gylfadóttir með meistaragráðu í taugasjúkraþjálfun en auk hennar verða þau Andri Sigurgeirsson og  Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálfarar, leiðbeinendur á námskeiðinu. Þremenningarnir starfa allir á tauga- og endurhæfingarsviði Reykjalundar.
Andri Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari á Reykjalundi                            

Í lýsingu á námskeiðinu segir að það miðist fyrst og fremst við “þjálfun á jafnvægi, stöðu og hreyfistjórn, krafti og úthaldi.Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálfari á Reykjalundi Þjálfunin er
færnimiðuð og í formi stöðvaþjálfunar í hópi

     

 Andri Sigurgeirsson                                                                                   Anna Sóley Smáradóttir

og verður lögð áhersla á að ögra getu hvers einstaklings. Fræðsla verður um jafnvægi hvíldar og hreyfingar og hreyfivirkni í daglegu lífi með umræðum.” Þá verður stutt slökun í lok hvers tíma.
Gert er ráð fyrir, að þátttakendur verði einstaklingar sem ekki sækja dagvist MS, eru MS-sjúkdómsgreindir og geta gengið með eða án gönguhjálpartækja.

“Reynsla okkar við þjálfun af þessu tæi á Reykjalundi er mjög mikilvæg og við munum miðla af þekkingu okkar á námskeiði MS-félagsins,” sagði Sif Gylfadóttir. Þess má geta, að þriðji stærsti sjúklingahópurinn, sem sækir hreyfiþjálfun og jafnvægisæfingar á Reykjalundi, eru MS-sjúklingar. “Námskeiðið verður þátttakendunum hollt og gott og það er mikilvægt að þjónusta þá, sem eru með vægari einkenni,” sagði Sif.

Alls verða þjálfunar- og fræðslutímar einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 16-17 og byggjast þeir einkum á æfingum ásamt með fræðslu, sem veitt er samhliða æfingunum auk fræðsluefnis, sem dreift verður í lok hvers tíma.

Námskeiðið hefst næsta fimmtudag, þ.15. janúar 2009 og stendur til loka apríl
Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is  Pokasjóður styrkir námskeiðið með úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2008 og var styrkurinn sérstaklega ætlaður til þessa námskeiðs. -hh