Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, sem er eign Öryrkjabandalags Íslands, auglýsir styrki til úthlutunar. Styrkirnir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

 

Styrkir úr sjóðnum eru veittir skv. skipulagsskrá.

Hér má finna umsókn um styrk.

 

Opið er fyrir umsóknir haustúthlutunar til 16. september 2018.

 

Stefnt er að því að upplýsingar vegna styrkúthlutunar liggi fyrir eigi síðar en 2. október. 

Nánari upplýsingar veitir Kristín M. Bjarnadóttir í síma 530 6700 eða með tölvupósti á kristin@obi.is.

 

 

BB